1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Hljóðspor – Nemendabók

Hljóðspor – Nemendabók

  • Höfundur
  • Pétur Hafþór Jónsson
  • Vörunúmer
  • 5729
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2007
  • Lengd
  • 103 bls.

Tímabundið er hægt að nálgast hljóðefnið með bókinni hér:

Diskur 1
Diskur 2
Diskur 3
Diskur 4

Dægurtónlistin óx úr grasi á 20. öld ríkulega nærð á auglýsingum og sölumennsku. Henni var snemma ætlað að ná til stórs hóps kaupenda með prentuðum nótum, blöðum, tímaritum og hljómplötum. Hún hefur jafnan þrifist best á tískusveiflum og sífelldum nýjungum.

Útbreiðsla hennar jókst með hverri tækninýjung, útvarpi, sjónvarpi, segulböndum, myndböndum, geislaplötum, mynddiskum, Netinu og fleiri miðlum.

Rætur hennar liggja hins vegar djúpt í jarðvegi ólíkra menningarheima sem eru mun eldri en þessir miðlar. Mikið af alþýðutónlist 20. aldarinnar á rætur að rekja til Bandaríkjanna. Þar bjó fólk frá öllum heimshornum og af öllum kynþáttum. En kynþáttafordómar og andstaða við samneyti hvítra og svartra mótuðu allt samfélagið. Engu að síður urðu þær stíltegundir sem mestan svip settu á dægurtónlist 20. aldarinnar til við ýmis konar samruna evrópskrar og afrískrar tónlistar.

Þrátt fyrir mótlæti sem upphafsmennirnir máttu stundum þola er löngu ljóst að fáir vilja lifa lífinu án þess að heyra blús, djass, gospel, rokk og aðrar tegundir tónlistar sem rekja má til þessa samruna.

  • Hvað vitum við um söguna og upprunann?
  • Voru Bítlarnir t.d. breskir eða bandarískir?
  • Var Elvis hvítur eða svartur?
  • Hvort fyrirbærið kom á undan?
  • Hvernig varð rokkið til?
  • Hvað kemur afrísk tónlist okkur við þegar talað er um rokk?
  • Hver er munurinn á blús og sveitatónlist?
  • Hvernig er bítlahár?
  • Hvað er hippi?
  • Hvernig leit ungt fólk út fyrir tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og fimmtíu árum?
  • Hvernig unglingar voru foreldrar þínir, amma og afi?
  • Á hvaða tónlist hlustuðu þau?
  • Voru unglingar yfirleitt til þá?

Sumum slíkra spurninga er svarað í þessari bók. Öðrum verður ekki svarað nema með leit, innan fjölskyldunnar, á bókasöfnum, á Netinu og með því að einbeita sér og fylgjast vel með í tónmenntartímum. Góða skemmtun!


Tengdar vörur