Loftmyndir teknar eru af yfir 50 löndum. Við förum í magnaða ferð yfir jörðina þar sem við sjáum hana frá alveg nýju sjónarhorni.
Jörðin er alvarlega veik en það má veita henni þá líkn sem hún þarf, standi allir saman að því. Á 200.000 árum hefur mannkynið raskað hinu viðkvæma jafnvægi sem jörðinhafði búið við í fjóra milljarða ára.
Mannkyn hefur teflt afkomu sinni í hættu með því að stuðla að hlýnun jarðar, ofnýtingu auðlinda og ofveiðum þannig að í lok þessarar aldarmun mannkyn hafa þurrausið flestar náttúruauðlindir. En það er of seint að vera svartsýnn. Við höfum minna en tíu ár til að snúa ferlinu við, en til að svo verði þurfum við að öðlast skilning á því hvaða afleiðingar þessi ofnýting hefur í för með sér og breyta háttum okkar í eitt skipti fyrir öll.