Húsey heitir landsvæðið yst við Héraðsflóa á milli Jökulsár á Brú og Lagarfljóts. Dýralífið er fjölskrúðugt og ábúendur þar hafa stundað selveiðar og eggjatöku. Áður fyrr bjuggu þar um tuttugu manns, en nú er aðeins einn eftir og brátt mun hann einnig láta af búskap. Myndin bregður ljósi á orsakir þessara breytinga og þá lífshætti sem munu hverfa með síðasta Húseyjarbónda. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.