1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Í stuttu máli

Í stuttu máli

Opna vöru
  • Höfundur
  • Berglind Erna Tryggvadóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir
  • Myndefni
  • Einar Másson
  • Vörunúmer
  • 40749
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2025

Í stuttu máli eru smásögur og verkefni fyrir nemendur sem læra íslensku sem annað tungumál á 2. hæfnistigi samkvæmt hæfnirammanum í kafla 19.4 í aðalnámskrá grunnskóla. Þær henta nemendum á miðstigi og unglingastigi. Sögurnar eru misþungar og stigþyngjast eftir því sem líður á. Flestar þeirra henta miðstigi en sagan Viltu skutla mér? hentar þó betur unglingastigi. Sögunum er ætlað að þjálfa lesskilning og auka orðaforða nemenda. Auk þess má nýta þær sem grunn að samtalsverkefnum, hlutverkaleikjum, myndbandsgerð og ritunarverkefnum og þjálfa þannig öll hæfnisvið tungumálanáms; hlustun, lestur, talað mál og ritun.Sögurnar eru mislangar. Hverri sögu eða kafla fylgja verkefni sem hægt er að vinna fyrir lesturinn, á meðan á lestri stendur og eftir lestur. Hér á eftir eru stuttar leiðbeiningar um lykilorð hvers kafla, foræfingar, lestur textans og verkefni sem á að vinna eftir lesturinn. Sögunum fylgja kennsluleiðbeiningar.