1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Íslenska fyrir útlendinga - Námsskrá

Íslenska fyrir útlendinga - Námsskrá

Opna vöru
 • Höfundur
 • Mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • Myndefni
 • Ýmsir
 • Vörunúmer
 • MMS0152
 • Skólastig
 • Framhaldsskóli
 • Útgáfuár
 • 2008

Við gerð þessarar námskrár var viðmiðunarrammi Evrópuráðsins fyrir erlend  tungumál (Common European Framework of Reference for Languages) hafður til hliðsjónar.

 Ramminn auðveldar og samræmir mat á tungumálakunnáttu og gerir tungumálakennsluna markvissari og skilvirkari. Evrópuráðið hefur einnig unnið að Evrópsku tungumálamöppunni (European Language Portfolio, ETM) sem byggir á viðmiðunarrammanum. 

Hún er hjálpartæki í tungumálanámi og kennslu sem miðar að því að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda. Hún er þríþætt og inniheldur tungumálapassa, námsferilsskrá og safnmöppu. Í námsferilsskrá setur nemandi sér markmið, getur skráð hugleiðingar sínar um námið og framvindu þess og þar eru einnig gátlistar fyrir sjálfsmat.