1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Íslenski málhljóðakassinn

Íslenski málhljóðakassinn

Í Íslenska málhljóðakassanum eru 58 flokkar yfir íslenska samhljóða og samhljóðasamböndum. Hverjum flokki fylgja 10 myndapör (20 stakar myndir) þar sem málhjóðin koma fyrir í fram-, inn-, og bakstöðu orða. Að auki fylgja íslensku stafirnir á stökum spjöldum. Efnið má nota með nemendum á öllum aldri til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun og undirbúa lestur og ritun. Orðalisti og hugmyndir um notkun má finna í bæklingi sem fylgir kassanum.