Leikin mynd um einelti og fyrirgefningu, með myndinni fylgja kennsluhugmyndir.
Katla gamla fer óskaplega í taugarnar á krökkunum Ómari og Tinnu, því hún er alltaf að skamma þau. þau ákveða að hefna sín á henni með því að gera at í henni. En þegar gamla konan verður fyrir óhappi sjá krakkarnir að sér og koma henni til hjálpar. Katla gamla er þeim þakklát og býður þeim heim til sín í kakó. Hún segir þeim frá því að hún hafi líka strítt öðrum þegar hún var krakki. Þegar hún var í barnaskólalagði hún bekkjarsystur sína í einelti. Seinna sá hún mikið eftir því og ætlaði að biðja hana fyrirgefningar, en þá var hún flutt úr hverfinu. Þegar krakkarnir frétta þetta fá þau snjalla hugmynd.