Bók í flokknum Komdu og skoðaðu ...
Við gerð bókarinnar var tekið mið af áherslum námskrár í náttúrufræði og samfélagsgreinum.
Í þessari bók, sem er einkum ætluð nemendum á yngsta stigi er fjallað um orsakir eldgosa og jarðskjalfta og viðbrögð við þeim, uppbyggingu jarðar, jarðskorpufleka og eldgos á Íslandi.
Kennsluleiðbeiningar má finna á vefnum með Komdu og skoðaðu flokknum.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál. Táknari er Árný Guðmundsdóttir.