Bók úr flokknum Komdu og skoðaðu.
Í bókinni Komdu og skoðaðu hafið sem er einkum ætluð nemendum í 2.–3.bekk er fjallað um lífríki hafsins og samskipti manns og hafs. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu hafið samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, verkefnum, sögum og fleiru. Við gerð efnisins var tekið mið af áherslum í námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum.
Hægt er að smella á merki í rafbókinni til að hlusta á texta hennar lesinn og fá upp viðbótarefni tengt bókinni.
ISBN 978-9979-0-1838-4