Komdu og skoðaðu sögu mannkyns er ætluð nemendum í 3.–4. bekk. Í bókinni er fjallað um valda þætti úr mannkynssögunni allt frá upphafi sögunnar til okkar daga. Námsefnið Komdu og skoðaðu sögu mannkyns samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, verkefnum, sögum, fróðleikshorni o.fl. Í þessari bók, sem einkum er ætluð nemendum í 3. - 4.bekk, er fjallað um valda þætti úr mannkynssögunni allt frá upphafi sögunnar til okkar daga. Við gerð námsefnisins var tekið mið af áherslum námskrár í náttúrufræði og samfélagsgreinum.