Kyn, kynlíf og allt hitt er námsefni ætlað nemendum á yngsta- og miðstigi, kennurum þeirra og forsjáraðilum. Námsefnið er hægt að kenna sem heild en einnig í bútum þegar tækifæri gefast í kennslunni þar sem að hver kafli getur í raun staðið sem sjálfstæð eining. Það er í höndum kennarans að meta hvað hentar nemendahópnum best. Einnig að velja og hafna, breyta og/eða bæta við efnið.
Í kennsluleiðbeiningunum eru tillögur að umræðuefni og verkefnum sem bjóða upp á fjölbreytta
kennsluhætti. Aftast eru fylgiskjöl við ýmis verkefni, hugtök og tillögur að námsmati.