Í þessari kynningarskrá færð þú innsýn í það fjölbreytta og vandaða námsefni sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu býður upp á. Hér má finna námsefni fyrir öll skólastig, bæði á prenti og í rafrænu formi – allt sett fram með það að leiðarljósi að styðja við nemendur og kennara í fjölbreyttu og síbreytilegu skólastarfi.
Á vefnum, mms.is, má finna nánari upplýsingar um hvern titil, s.s. um höfunda texta, myndhöfunda, lesara, forritara og aðra sem komið hafa að gerð efnisins.
Kynntu þér úrvalið!