1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

Láttu mig vera! Áhyggjupúkar

 • Höfundur
 • Sigurlaug H.S. Traustadóttir
 • Myndefni
 • Lára Garðarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 6257
 • Skólastig
 • Leikskóli
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2021
 • Lengd
 • 32 bls.

Bókin Láttu mig vera! Áhyggjupúkar fjallar um hvernig áhyggjur geta hlaðist utan á börn og valdið þeim kvíða. Þá er gott að geta leitað til einhvers með áhyggjur sínar sem kann ráð til að losa sig við eða minnka þær. Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir en jafnframt þarf að finna heilbrigða leið til að takast á við hann.

Aftast í bókinni eru leiðbeiningar fyrir kennara og tillögur að verkefnum til að þjálfa börnin í að finna leiðir til að losa sig við áhyggjur. 

Mikilvægt er að vinna með efnið í samstarfi við foreldra, jafnvel hafa kynningafund áður en byrjað er að vinna með efni bókarinnar. Í allri vinnu með kvíða og áhyggjur gegna foreldrar mikilvægu hlutverki þannig að það er alltaf mælt með því að foreldrar séu hafðir með í slíkri vinnu, fái upplýsingar og fræðslu.


Tengdar vörur