Vefur í danskri, enskri og íslenskri útgáfu. Danska útgáfan er ætluð til byrjendakennslu í dönsku. Markmið vefjarins er fyrst og fremst að kenna nemendum algeng orð í dönsku, ritun þeirra, lestur og framburð. Þemun sem tekin eru fyrir á vefnum eru áþekk þeim sem finna má í byrjendaefni í dönsku og því er auðvelt að nota vefinn samhliða því námsefni.