1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Leirmótun

Leirmótun

 • Höfundur
 • Kristín Ísleifsdóttir
 • Myndefni
 • Teikningar: Karl Jóhann Jónsson. Ljósmyndir Guðmundur Ingólfsson og Wikimedia
 • Vörunúmer
 • 7383
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2014
 • Lengd
 • 64 bls.

Leirmótun hefur verið vinsælt viðfangsefni í skólastarfi um langt skeið og er algeng sjón að sjá leirlistaverk nemenda til sýnis í skólum, hvort sem það eru sérstakar sýningar eða verk sem eru varanlega sett upp. Myndmenntakennarar með góðan grunn í leirmótun kenna í mörgum tilfellum þetta fag en svo er ekki alltaf. Þess vegna og einnig vegna aukinnar áherslu á samþættingu námsgreina var ráðist í gerð þessarar handbókar, þar sem kennarar og nemendur geta nýtt hana á meðan þeir eru að ná tökum á vinnubrögðum og tækni.

Markmiðið er að kenna undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar og geta kennarar búið til verkefni sem hæfa getustigi nemenda út frá aðferðunum sem kenndar eru. Þó að grunnþættir leirmótunar séu meginatriði í þessari bók er henni jafnframt ætlað að gefa nemendum tækifæri til sjálfstæðrar vinnu sem á að hvetja þá til eigin sköpunar.

Eðlilegt er að nemendur byrji á einföldum aðferðum og verkefnum en þeir eiga síðan að geta byggt á fyrri reynslu og tekist á við flóknari verkefni. Með því að kunna skil á grunnatriðum leirmótunar verður sköpun verka í leir og jafnvel önnur efni greiðfærari.

Bókin er einnig gefin út sem rafbók.


Tengdar vörur