Lestrarlandið er athyglisvert námsefni handa börnum sem eru að byrja að læra að lesa.
Efnið skiptist í sögubók, lestrarbók, tvær vinnubækur, hljóðbók og efni á vef. Þessi bók er sú fyrri af tveimur vinnubókum þar sem lögð er áhersla á að þjálfa meginþætti lestrarnáms. Gert er ráð fyrir að vinnubækurnar séu notaðar samhliða lestrarbókinni.