1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Let´s learn and play, hugmyndir fyrir kennara - Rafbók

Let´s learn and play, hugmyndir fyrir kennara - Rafbók

Opna vöru
 • Höfundur
 • Sigrún Björk Cortes
 • Myndefni
 • Bergrún Íris Sævarsdóttir, Anna Rassadnikova og Shutterstock.com
 • Vörunúmer
 • 40044
 • Skólastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2014
 • Lengd
 • 95 bls.

Þær áherslur sem birtast í þessu enskukennsluefni eru miðaðar að fjórum fyrstu árgöngunum í grunnskóla en skipulagðar með tilliti til þarfa og getu yngstu nemendanna þannig að gert er ráð fyrir mismiklum tíma í kennsluna eftir árgöngum.

Uppbygging efnisins tekur mið af aðalnámskrá með tilliti til þeirrar færni í tungumálinu sem nemendur eiga að búa yfir að loknu fjórða námsári.

Efni fyrir hvern árgang er skipt upp í nokkra námsþætti. Gefin eru upp markmið með hverjum þeirra, áætlaður tími og tilgreind þau gögn og áhöld sem þarf fyrir hvert viðfangsefni auk þess efnis sem fylgir með til útprentunar þar sem það á við (feitletrað). Gert er ráð fyrir að unnið sé oftar en einu sinni með sömu þætti til að festa þá sem best í sessi, jafnvel þó ætlunin sé ekki að nemendur „læri til fullnustu“ það sem unnið er með.

 
Ef rafbókinni er hlaðið niður vistast hún sem pdf-skjal.
ISBN 978-9979-0-1947-3
 


Tengdar vörur