Þessi bók tengist markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla, m.a. í íþróttum, líkams- og heilsurækt, lífsleikni og náttúrufræði og byggist á samþættingu námsgreinanna. Áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir gildi hreyfingar og heilbrigðra lífshátta og nýti námið í daglegu lífi. Mikil áhersla er lögð á umræður og samvinnu nemenda. Efnið má nota á ýmsan hátt, í almennri bekkjarkennslu, í íþróttum eða í þemavinnu í stuttan eða langan tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Hentar einkum 3. og 4. bekk.