Lífið fyrr og nú er einkum samin handa nemendum grunnskólans sem ekki ráða við námsefni jafnaldra sinna í Íslandssögu. Markmiðið er m.a. að lesendur fáist við Íslandssögu sem hefur snertipunkta við námsefni jafnaldra þeirra í sömu grein, að þeir kannist við nokkur fyrirbæri Íslandssögunnar sem oftast ber á góma opinberlega og manna á milli og skilji að mannlíf fyrri tíma gat verið gagnólíkt mannlífi samtímans. Texti bókarinnar er stuttur og á léttu máli. Myndefni er ríkulegt, bæði teikningar og ljósmyndir og valið með það í huga að hægt sé að lesa úr þeim það sem textinn fjallar um.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál. Táknari er Árný Guðmundsdóttir.