1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Logar – Kennsluleiðbeiningar

Logar – Kennsluleiðbeiningar

Læst svæði
  • Höfundur
  • Davíð Stefánsson, Sigrún Valdimarsdóttir og Ýr Þórðardóttir
  • Vörunúmer
  • 7193
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2016
  • Lengd
  • 37 bls.

Kennsluleiðbeiningar með bókinni  Logar sem er námsefni  í íslensku fyrir unglingastig grunnskóla. Þær eru á læstu svæði kennara.

Þessar kennsluleiðbeiningar eru fyrst og fremst hugsaðar sem stuðningur við kennsluna og til kynningar á hugmyndafræði efnisins. Hér og þar setjum við fram hugmyndir um hvernig nota má umræður eða tilteknar aðferðir til að hreyfa enn betur við nemendum. En framlag þitt og fagmennska er vitanlega það sem á endanum glæðir kennsluna lífi og skiptir sköpum fyrir nemandann.

Bókaflokkurinn Kveikjur, Neistar og Logar snýst um leik, læsi, ritun, sköpun, skilning og vald á íslenskri tungu. Styrkur og sjálfstraust í að beita eigin tungumáli er lykill að námi, bæði hvað varðar skilning og námsáhuga. Þetta er undirstrikað í öllum bókunum þremur með því að ýta undir leik og sköpun nemenda með þann takmarkalausa efnivið sem tungumálið er.

Læsi, leikur, ritun, skilningur og vald eru lykilorðin. Tungumál, í öllu sínu veldi, er nefnilega svo áhugavert fyrirbæri að allir ættu að geta fundið eitthvað í því sem vekur áhuga og eldmóð. 

Í umræðu um íslenskukennslu vill oft gleymast að sá sem hefur takmarkaðan aðgang að tungumálinu hefur skert vald í samfélaginu og þar með skerta möguleika til lífsgæða. Tungumálið er lykillinn að hugsun, skipulagi, tilfinningum, lífsstíl, menntun, atvinnu, fjölskyldutengslum og vinatengslum. Það tengist því öllu okkar daglega lífi.


Tengdar vörur