Kennsluleiðbeiningar með námsefninu Maður og náttúra en það tilheyrir flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf náttúrunnar.
Ekki er unnt að bjóða upp á efnið rafrænt vegna samninga við rétthafa.
Í upphafi er gerð grein fyrir framsetningu námsefnisins, hvernig má nýta það á fjölbreyttan hátt, umfjöllun um vettvangsferðir, búnað o.fl. Þá eru leiðbeiningar um verklegar æfingar sem fylgja efninu og fjallað um skýrslugerð í tengslum við þær. Einnig eru svör við spurningum úr grunnbók og orðskýringar.