Í þessari kennarahandbók er skipulega farið yfir námsefnið Maðurinn, hugur og heilsa og settar fram tillögur um kennsluaðferðir.
Leiðbeiningarnar eru með efni í umræður, ábendingar um stofnanir og einstaklinga utan skólans sem bekkurinn gæti heimsótt eða boðið í heimsókn, um verklegt nám og úrvinnslu verkefna í tengslum við einstaka kafla bókarinnar. Í heftinu er allmikið efni til ljósritunar sem nemendur geta svo unnið úr. Einnig eru þar spurningar úr námsefninu. Vinsamlegast athugið að kennsluleiðbeiningarnar eru ekki aðgengilegar á vefnum okkar, þær eru gefnar út á prentuðu formi og þarf að panta.
Lausnir á vinnubókinni eru á læstu svæði kennara.