1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Mér er í mun... – Bókmenntir fyrir efri bekki grunnskóla - Rafbók

Mér er í mun... – Bókmenntir fyrir efri bekki grunnskóla - Rafbók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Anna Steinunn Valdimarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir
  • Upplestur
  • Friðrik Erlingsson og Guðfinna Rúnarsdóttir
  • Myndefni
  • Margrét Laxness og Karl Jónsson
  • Vörunúmer
  • 40063
  • Útgáfuár
  • 2015
  • Lengd
  • 176 bls.

Í þessari rafbók er hægt að hlusta á textann lesinn.

Íslenskar bókmenntir eiga sér langa og merkilega sögu. Til er mikill fjöldi af fallegum sögum, ljóðum, örsögum og öðrum textum sem snerta okkur óháð tíma. Textum sem skipta máli, textum sem vísa okkur inn í hugarheim sem annars væri luktur.

 

„Mér er í mun ..." er sýnisbók bókmennta. Stiklað er á stóru í íslenskri bókmenntasögu, dæmi eru tekin, þjóðþekkt skáld eru kynnt en jafnframt eru verk yngri höfunda skoðuð. Sú leið var farin að byrja á yngstu skáldunum og fikra sig svo aftur í tímann, allt aftur til hinna fornu Hávamála. Í bókinni er því hægt að lesa og bera saman texta sem ná yfir allt að ellefu hundruð ára bókmenntasögu Íslendinga.


Bókin skiptist þannig að á eftir almennri umfjöllun um bókmenntir koma bókmenntatextar og stiklur um höfunda í aldursröð. Á gulu síðunum aftast í bókinni má finna stuttar skilgreiningar á bókmenntahugtökum sem koma fyrir í verkefnum sem fylgja textum.

Kennsluleiðbeiningar er að finna á læstu svæði kennara.


Tengdar vörur