Miðaldafólk á ferð er kennslubók í sögu fyrir miðstig grunnskóla. Í þessari kennslubók er sagt frá ferðum fólks og nokkrum atvikum á seinni hluta miðalda, einkum á timabilinu 1000-1600. Fylgst með ferðum og samskiptum fólks, einkum á fjarlægum slóðum. Bókinni er ætlað að víkka sjóndeildarhringinn og vekja spurningar um hlutskipti fólks á miðöldum og erindi þess við okkar tíma.