Hvað öndum við miklu lofti að okkur um ævina? Hverjir trúðu því til forna að við önduðum í gegnum eyrun? Við fáum að kynnast flóknustu vél sem til er, léttri, sveigjanlegri og ákaflega sterkbyggðri vél sem hlær, grætur og roðnar. Við ferðumst um hið innra og könnum líffærin sem eru aflgjafar okkar og skoðum þau stórfenglegu tæki sem við notum til að skynja heiminn. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.