Neistar

 • Höfundur
 • Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir
 • Myndefni
 • Lára Garðarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 7106
 • Skólastig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2014
 • Lengd
 • 176 bls.

Neistar er kennslubók í íslensku fyrir unglingastig grunnskóla. Í Neistum snýst íslenskunámið  um leik, sköpun, skynjun, rannsóknarvinnu á tungumálinu og öllu okkar umhverfi. Í bókinni eru fjölbreytt verkefni sem ætluð eru til að auka þekkingu og færni í íslensku. 

Í Neistum er lögð áhersla á framsögn, umræður, ritun af ýmsu toga, læsi, málfræði og málnotkun. Neistar snúast um að auka sjálfstraust og getu til að vinna á sjálfstæðan hátt úr þeim efnivið sem unnið er með hverju sinni.  Í bókinni er að finna ýmislegt um tungumálið og málnotkun sem hægt er að velta fyrir sér. Stundum eru það hugleiðingar, skýringar á hugtökum eða gagnlegar ábendingar. Einnig er að finna fjölmargar pælingar sem henta vel til umræðna í bekk.  Engin verkefnabók fylgir því öll verkefni eru inn í lesbókinni og reiknað er með að þau séu unnin í stílabók.
Áður er komin út kennslubókin Kveikjur ásamt verkefnabók.


Tengdar vörur