1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Orðasjóður – Verkefni, pdf

Orðasjóður – Verkefni, pdf

Opna vöru
  • Höfundur
  • Jenný Berglind Rúnarsdóttir
  • Myndefni
  • Böðvar Leós
  • Vörunúmer
  • 7459
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2008

Námsefnið Orðasjóður var upphaflega tekið saman með enskukennslu nemenda í 1–3. bekk í huga og er frumtitill þess Adventure Island of English Words

Tilgangur þess er að þjálfa hlustun og talað mál ásamt því að byggja upp orðaforða daglegs lífs. 

Í ljós kom að efnið nýtist ekki síður í málörvun nemenda með annað móðurmál en íslensku og íslenskra barna með seinan málþroska. Þess vegna var tekin sú ákvörðun að laga efnið að þörfum þessara nemenda. 

Verkefnin sem eru til útprentunar á vef hafa verið þýdd á íslensku og kennsluleiðbeiningarnar eru á vefnum með verkefnunum.
Kennurum sem óska eftir ítarlegri umfjöllun um aðferðir og vinnubrögð er bent á kennarabókina með ensku útgáfunni sem gefin er út í bókarformi. Einnig eru kennarar hvattir til að skoða námsefnið Kæra dagbók en með því fylgja hugmyndir að bókarlausum verkefnum til málörvunar.


Námefnið skiptist í þrjá hluta:
• Handbók (pdf á vef.)
• Myndaspjöld í kassa
• Verkefni (pdf á vef)
Myndaspjöld og verkefni miðast við þemu um ýmsa þætti daglegs lífs. 

Þau eru m.a.
tölur, litir, fjölskylda, tilfinningar, lýsingar á fólki, gæludýr, húsdýr og önnur dýr, veður, mánuðir, dagar, árstíðir, íþróttir, líkamshlutar, föt, matur, heimilið, náttúran, ævintýrapersónur, bærinn ,fólk og ökutæki.
 


Tengdar vörur