Rafbók með Orðspori 3 sem er þriðja bókin í nýju námsefni í íslensku fyrir miðstig.
Orðspor 3 er þriðja og síðasta bókin af heildstæðu námsefni í íslensku fyrir miðstig grunnskóla. Í bókinni læra nemendur um framsögn, ljóðaslamm, fornleifafræði, læsi, ævintýri og málsnið. Nemendur grúska í mismunandi textagerðurm og eflast í lestri og ritun. Þá þjálfast þeir einnig í því að taka rökstudda afstöðu og að komast að málamiðlunum.
Bókin skiptist í sjö kafla:
- Hækkaðu röddina!
- Geggjað slamm hjá þér
- Aftur til fortíðar
- Læsi og lesfimi
- Eru Grimmsævintýrin grimm?
- Af máli má manninn þekkja
- Skólanum hefur borist bréf