Á vefnum eru upplýsingar og myndir af rúmlega 100 íslenskum plöntutegundum. Þar er einnig hægt að sjá plönturnar flokkaðar eftir búsvæðum. Þá er að finna á vefnum einfalt plöntugreiningarkerfi ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Greiningareinkennin eru fá og einföld. Þær tegundir sem falla inn í þetta kerfi eru aðeins blómplöntur með áberandi blóm. Kerfinu er fyrst og fremst ætlað að glæða áhuga barna á plöntugreiningu.
Ný útg. 2011
Vefurinn er aukinn og endurbættur. Búið er að bæta við lýsingum af plöntutegundum og jafnframt að setja inn ljósmyndir af þeim öllum (til viðbótar við teikningar sem voru á vefnum). Framsetningu á plöntugreiningarhluta og almennri lýsingu á plöntum hefur verið breytt og leikjum bætt við.