Þessi mynd er úr flokknum Viðfangsefni vísindanna sem hentar vel til kennslu á efsta stigi grunnskóla. Í myndinni er fjallað um rafmagn og segulsvið. Í byrjun er skýrt út hvað rafhleðsla er og hvernig hún myndast. Segulsviði og einkennum þess eru gerð nokkur skil og sýnt er hvernig framleiða má rafmagn í rafli.