Einfaldur og aðgengilegur vefur með fjölbreyttum gagnvirkum æfingum sem byggjast á stuttum frumsömdum textum. Textarnir fjalla um ýmis efni, til að mynda jólin í ólíkum löndum, glæpi, óvenjulegan pakka, þreyttan hund og auðveldar leiðir til sparnaðar. Vefurinn er einkum ætlaður nemendum á unglingastigi.