Þessi fræðslumynd er í tveim hlutum 27 mín. og 23 mín. löngum, og greinir frá Amasonsvæðinu í Brasilíu. Sífellt er gengið á mesta regnskógasvæði jarðarinnar með margvíslegum og alvarlegum afleiðingum fyrir umhverfið og líf dýra og manna. Nýtt land er stöðugt brotið niður til ræktunar og gullleit og vinnsla málma stunduð af kappi. Allt er þetta gert á kostnað flóknasta vistkerfi jarðar. Myndin greinir frá þeim hættum sem að umhverfinu steðja af eyðingu regnskógarins og hvernig breytingarnar hafa áhrif á líf frumbyggja svæðisins. Greint er frá rannsóknum á villtum dýrum og mögulegum aðgerðum til verndunar. Fræðslumyndir eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.