Indland er stærsta lýðræðisríki heims, miðað við höfðatölu. Í dag eru þrisvar sinnum fleiri Indverjar með háskólapróf en Bandaríkjamenn og langflestir þeirra tala ensku sem er alþjóðlegt tungumál viðskiptalífsins. Landið er að vaxa úr grasi sem efnahagslegt stórveldi. Í þessari fræðslumynd er m.a. fjallað um landslag og veðurfar, trúarbrögð og stéttaskiptingu, þróun hagkerfisins og umhverfismál.