1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Ritunarvefurinn

Ritunarvefurinn

Opna vöru

Ritunarvefurinn var unninn í samvinnu við Davíð Hörgdal Stefánsson, rithöfund og kennara hjá Sköpunarskólanum. Vefurinn er hugsaður fyrir kennara, nemendur, foreldra og aðra áhugasama um ritun og skapandi skrif.

Í nútímasamfélagi verður áherslan á skapandi vinnubrögð og skapandi hugsun sífellt mikilvægari. Með því að leyfa sér að skapa með tungumálinu eflist einstaklingurinn, bæði hvað varðar eigin sköpunarmátt og færni í íslenskri tungu. Markmiðið er því að allir sem vilja skapa geti fundið á Ritunarvefnum verkefni við sitt hæfi – til að efla sköpunina, þjálfa íslenskuna, auka áhuga sinn á lestri og stuðla þannig smám saman að betra læsi.

Sá sem trúir á eigin sköpunarmátt vill nota tungumálið til að skapa. Sá sem ætlar að nota tungumálið til að skapa vill auka færni sína – með lestri og með því að þjálfa eigin skrif, skref fyrir skref.

Ritunarvefurinn er valkvæð verkfærakista og þar er að finna ótal fjölbreytt ritunarverkefni, hvetjandi texta um skapandi skrif og hagnýt ráð af ýmsu tagi, en allflest verkefnin eru úr útgefnu námsefni á vegum Menntamálastofnunar.