1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Sagan um Bólu 3

Sagan um Bólu 3

  • Höfundur
  • Hanna Krístín Þorgrímsdóttir
  • Myndefni
  • Ingi Jensson
  • Vörunúmer
  • 7138
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2012
  • Lengd
  • 8 bls.

Sagan um Bólu er æfingaefni í lestri fyrir byrjendur. Efnið skiptist í stutta sögu um köttinn Bólu sem prenta þarf út af vef Menntamálastofnunar og 10 lítil lestrarhefti sem byggjast á sögunni. Þetta er þriðja hefti af 10.

Gert er ráð fyrir að í upphafi sé sagan lesin í heild fyrir nemendur en hver hluti svo rifjaður upp með þeim áður en þeir lesa heftin. 

  • Upprifjun úr sögunni er aftast í hverju hefti. Með því að rifja söguna upp með barninu fær stuttur texti lestrarheftisins aukna merkingu í huga þess. 
  • Lestrartextinn byggist á hljóðaaðferð og er lögð áhersla á tengsl bókstafs og hljóðs. 
  • Einnig eru kenndar algengar orðmyndir. Í þessu hefti er einkum fengist við bókstafina í, o, ó, s, á, l, a, i, r, b, m, u, ú, f, e, n, v, og orðmyndirnar ekki, og, ég, að, sagði.