Námsefnið inniheldur 25 hugleiðingar og spakmæli sem sett eru upp í gamla sjónprófsforminu sem allir krakkar og fullorðnir þekkja.
Sjónprófin má nýta á ýmsan hátt s.s. til að æfa sig í lestri, lesskilningi eða í almennri skynjun.
Með því að takast á við hvert og eitt sjónpróf eykur þú færni þína í lestri við að raða saman hugsun og skilningi. Sjónprófin geta skapað skemmtilegar vangaveltur um lífið og tilveruna. Allir ættu að geta fundið eitthvert spakmæli sem gott veganesti.
Vinna má með sjónprófin á margvíslegan hátt í tengslum við íslensku, listgreinar og samfélagsgreinar (lífsleikni) og eru tillögur að kennsluhugmyndum aftarlega í bókinni.
Höfundur efnis er Svavar Guðmundsson. Hann er lögblindur en lögblinda er skilgreind við sjón sem er minni en 10%.