1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

Skapandi dans - Handbók fyrir kennara

Opna vöru
 • Höfundur
 • Ingunn Elísabet Hreinsdóttir
 • Myndefni
 • Eva Árnadóttir
 • Vörunúmer
 • 40664
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2021
 • Lengd
 • 191 bls.

Um er að ræða verkfæri fyrir kennara til að sinna danskennslu í grunnskólum, ekki bara dansins vegna heldur vegna sköpunar, hreyfingar, tilfinningaþroska og jákvæðra áhrifa dansins á allt nám ef vel er að staðið. Handbókin býður upp á margbreytileg verkefni fyrir sundurleitan nemendahóp og hefur að geyma ólíkar æfingar sem eiga að stuðla að því að nemendur skapi út frá sér sjálfum. Hægt er að aðlaga sumar æfingarnar að öðrum námsgreinum.

Samkvæmt aðalnámskrá hefur dans margþætta merkingu fyrir nemandann. Nemandinn eflir líkamsvitund, líkamslæsi og hreyfimynstur og tjáir skoðanir sínar og hugsanir með hreyfingu. Auk þess fær hann að takast á við verkefni á eigin forsendum. Dansinn eflir sköpun og líkamlega tjáningu ásamt því að hvetja nemandann til að hugsa um eigið heilbrigði. Ekki má gleyma því að dansinn hefur menningarlegt gildi og er hluti af listaflóru landsins. Kennsla í skapandi dansi er því kjörin leið til að ná öllu þessu fram.