1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Skemmtilegt og sígilt lestrarefni

Skemmtilegt og sígilt lestrarefni

Opna vöru
  • Höfundur
  • Ýmsir
  • Vörunúmer
  • MMS0274
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2008

Lestarefni til útprentunar. Sögurnar birtust fyrst í lestrarbókum Ríkisútgáfu námsbóka fyrir miðja tuttugustu öld. Þær eru flestar úr safni Steingríms Arasonar og voru upphaflega valdar af kennurum sem sáu um útgáfu lestrarbókanna. Má þar nefna Bjarna Bjarnason, Jón J. Þorsteinsson og Vilberg Júlíusson. Margir kennarar og foreldrar þekkja þessar sögur og hafa þær átt miklum vinsældum að fagna hjá lesendum á öllum aldri. Fyrir byrjendur í lestri, sem þurfa að æfa lestrarleiknina, felst kostur þeirra ekki síst í endurtekningu sem einkennir þær flestar. Sömu orðin og stefin koma fyrir aftur og aftur og auðvelda börnunum lesturinn. Þau læra gjarnan stefin utan að og geta því lesið þau viðstöðulaust en það gerir þau öruggari um eigin lestrargetu. Sérstaklega getur þetta verið hvetjandi fyrir börn sem eru seinlæs. Svo eru sögurnar bráðskemmtilegar og gefa tilefni til umræðu og vangaveltna um ýmis siðfræðileg atriði.