1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Skrýtinn dagur hjá Gunnari – Myndaspjöld

Skrýtinn dagur hjá Gunnari – Myndaspjöld

  • Höfundur
  • Kristjana Pálsdóttir
  • Myndefni
  • Halldór Baldursson
  • Vörunúmer
  • 6177
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2008
  • Lengd
  • 13. spjöld

Þessi 13 myndaspjöld eru hugsuð til að æfa nemendur í munnlegri og skriflegri tjáningu samanber áherslur í Aðalnámskrá grunnskóla í íslensku. Spjöldin nýtast með eða án samnefndrar smábókar.

Myndirnar nýtast til hópavinnu, paravinnu og einstaklingskennslu. Gert er ráð fyrir að kennari vinni með nemendum til að örva umræðurnar og beina athygli þeirra að mismunandi atriðum.

Myndirnar má nota á ymsan hátt, þ.e til að skoða og ræða um:

  • án sögubókarinnar (málörvun orðaforði og skipuleg hugsun)
  • áður en sögubókin er lesin( forsögn og auðveldar lesskilning)
  • eftir að sögubókin er lesin( lesskiningur, upprifjun og endursögn)


Tengdar vörur