Gagnvirk útgafa af Sögueyjan 2 sem er kennslubók í Íslandssögu á árunum 1520–1900 fyrir unglingastig grunnskóla.
Sögueyjan 2 er önnur bókin af þremur í bókaflokknum Sögueyjan sem Menntamálastofnun gefur út. Ritröðinni er ætlað að spanna Íslandssöguna frá landnámi til okkar tíma.
Efnið er fléttað saman með þeim hætti að nemendur fái tilfinningu fyrir framvindu sögunnar um leið og þeir átti sig á samhengi tiltekinna samfélagsþátta.
Meginmarkmið bókarinnar er að varpa ljósi á íslenskt samfélag frá siðaskiptum fram til loka 19. aldar. Annars vegar er gerð grein fyrir þróun íslensks samfélags í réttri tímaröð. Hins vegar eru tilteknir þættir samfélagsins teknir fyrir og þeir útskýrðir.
Hægt er að fletta rafbókinni í tölvunni og hlusta á textan hennar lesinn. Ef rafbókinni er hlaðið niður þá vistast hún sem pdf-skjal.