1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Sögugáttin - Fólk á flótta (rafbók)

Sögugáttin - Fólk á flótta (rafbók)

Opna vöru
 • Höfundur
 • Pálína Þorsteinsdóttir og Úlfhildur Ólafsdóttir
 • Myndefni
 • Karl Jóhann Jónsson
 • Vörunúmer
 • 40188
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2018
 • Lengd
 • 32

Í þemaheftinu Fólk á flótta  er leitast eftir að varpa ljósi á stöðu flóttafólks á 21. öldinni. Kjarni heftisins er saga af flótta fjölskyldu frá Sýrlandi til Íslands.  Sagan er skáldsaga en byggð á raunverulegri sögu.  Málefni flóttafólks eru til skoðunar í þessu þemahefti og nemendur velta fyrir sér ýmsum spurningum eins og: Hvaðan koma flóttamenn? Hvert fara þeir og hvernig? Hvað taka þeir með sér? Hvernig flytur fólk á milli landa? Þeir sem hafa þurft að flytja vegna stríðsátaka eru skoðaðir sérstaklega svo og lífið í flóttamannabúðum. Hvaða hugtök eru notuð í tengslum við flóttafólk og hvaða mannúðarsamtök styðja við fólkið? Leitast er við að svara þessum spurningum í þemaheftinu og nemendur eru hvattir til að skoða málefnið frá ólíkum sjónarhornum.  Markmiðið er að nemendur verði betur upplýstir um málefni flóttamanna í nútímanum.


Tengdar vörur