1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Sögugáttin - Fólk á flótta (rafbók)

Sögugáttin - Fólk á flótta (rafbók)

Opna vöru
  • Höfundur
  • Pálína Þorsteinsdóttir og Úlfhildur Ólafsdóttir
  • Myndefni
  • Karl Jóhann Jónsson
  • Vörunúmer
  • 40188
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2018
  • Lengd
  • 32

Fólk á flótta er þemahefti í sögu ætlað fyrir mið- og unglingastig og er í bókaflokknum Sögugáttin.
Í bókinni er leitast eftir að varpa ljósi á stöðu flóttafólks á 21. öldinni. Kjarni heftisins er saga af flótta fjölskyldu frá Sýrlandi til Íslands.  Sagan er skáldsaga en byggð á raunverulegri sögu.  Málefni flóttafólks eru til skoðunar og nemendur velta fyrir sér ýmsum spurningum eins og: Hvaðan koma flóttamenn? Hvert fara þeir og hvernig? Hvað taka þeir með sér? Hvernig flytur fólk á milli landa? Þeir sem hafa þurft að flytja vegna stríðsátaka eru skoðaðir sérstaklega svo og lífið í flóttamannabúðum. Hvaða hugtök eru notuð í tengslum við flóttafólk og hvaða mannúðarsamtök styðja við fólkið? Leitast er við að svara þessum spurningum og nemendur eru hvattir til að skoða málefnið frá ólíkum sjónarhornum.  Markmiðið er að nemendur verði betur upplýstir um málefni flóttamanna í nútímanum.

Í bókinni eru fjölbreytt verkefni sem hugsuð eru sem æfing í frekari heimildavinnu. 


Tengdar vörur