Söngvasafn er aukin og endurskoðuð útgáfa Nýs söngvasafns handa skólum og heimilum. Þessi bók er mun viðameiri en sú gamla, u.þ.b. 100 síðum lengri og er innan við helmingur þess efnis byggður á lögum úr eldra safninu. Í þessari útgáfu eru rúmlega 200 sönglög, útsett fyrir píanóundirleik og með bókstafshljómum til að auðvelda gítarundirleik. Í eftirmála eru m.a. skýringar hljómatákna og aftast í bókinni fróðlegar athugasemdir við ýmis lög, uppruna þeirra og útsetningar. Bókin er helguð minningu hvatamanns verksins, Ingólfs Guðbrandssonar tónlistakennara og söngstjóra.