Þessi bók er síðari hluti söngvasafns fyrir yngsta stig grunnskóla. Um er að ræða endurskoðun og viðbætur við söngvasafn sem Menntamálastofnun gaf út í þremur heftum frá 1981 til 1992. Bókin inniheldur 68 lög með nótnasettum laglínum, bókstafshljómum og textum.