Hægt er að nálgast rafræna útgáfu kennarabóka á læstu svæði kennara.
Kennarabók með Sprota 3b sem er í flokki kennslubóka í stærðfræði fyrir yngsta stig grunnskóla. Í flokknum er lögð áhersla á margs konar kennsluaðferðir og misþung verkefni. Í kennarabókinni eru ábendingar um auðveldari og þyngri útfærslur af verkefnum. Markmiðin í Sprota eru skýr og er hvert viðfangsefni tekið fyrir frá ýmsum hliðum. Textar eru stuttir og auðlesnir. Próf eru á læstu svæði kennara.
Efnisþættir í Sprota 3b eru:
- Kaup og sala
- Þróun talnanna
- Reikningur 1
- Rúmfræði
- Almenn brot
- Margföldun 2
- Reikningur 2
- Hvar í rúðunetinu.