Stafspil

  • Höfundur
  • Nanna Hlíf Ingvadóttir
  • Vörunúmer
  • 7005
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2013
  • Lengd
  • 80 bls.

Stafspil er handbók í tónmennt og tónmenntakennslu. Bókin er unnin út frá hugmyndafræði
Carls Orff, tónskálds, en hann lagði áherslu á að í kennslu ætti ávallt að ganga út frá barninu sjálfu og sköpunargleði þess. Með því að nota kunnuglegar vísur og lög úr reynsluheimi barnanna fikra þau sig frá því þekkta til hins óþekkta.

Í bókinni eru 13 útsetningar fyrir stafspil og leiðbeiningar um vinnuferli. Þá er einnig umfjöllun um Orff-hljóðfærin, fimmtónaskalann (pentatóník), sleglaæfingar og tillaga að fyrstu skrefunum til að setja saman hljómsveit. 

Hér má hlusta á nokkrar útsetningar úr bókinni þar sem nemendur í Vesturbæjarskóla leika lög undir stjórn höfundar:


Í spilun:Krummavísur