1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Stika 1a – Æfingahefti

Stika 1a – Æfingahefti

 • Höfundur
 • Bjørnar Alseth, Henrik Kirkegaard, Gunnar Nordberg og Mona Røsseland
 • Myndefni
 • Anne Tryti og Børre Holth
 • Vörunúmer
 • 7081
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2011
 • Lengd
 • 64

Stika er námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir miðstig grunnskóla. Efnið er framhald af flokknum Sproti sem er fyrir yngsta stig. Stika býður upp á sveigjanleika í stærðfræðikennslunni með því að gefa kennurum möguleika á að nota mismunandi kennsluaðferðir. Textar eru stuttir og auðlesnir og markmið hvers kafla eru nákvæmlega tilgreind.

Áhersla er lögð á hagnýt og fjölbreytt verkefni þar sem tækifæri gefast til að rannsaka og skapa. Einstaklingsmiðað nám sem felur í sér sameiginlega námsreynslu nemendahópsins. Örugga framvindu námsins og skýr fagleg markmið í samræmi við námskrá.

Efni æfingaheftisins er skipt eftir efnisþáttum í kafla eins og í nemendabókinni. Þessum köflum er gróflega skipt í þrjú þyngdarstig. Léttustu verkefnin eru á fyrstu 2–3 bls. þar næst koma 2 bls. af meðalþungum verkefnum  og síðurstu 3–4 bls. í kaflanum hafa að geyma erfiðari verkefni.  Ekki er ætlast til að nemendur getir leyst öll verkefnin í æfingaheftunum.


Nemendabók og æfingahefti eru margnota bækur og ætlast til að nemendur noti reiknishefti.

Efnisþættir í Stiku 1a eru:

 • Heilar tölur
 • Tölfræði
 • Tugabrot
 • Rúmfræði