1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Stopp ofbeldi!

Stopp ofbeldi!

Opna vöru

Vefurinn Stopp ofbeldi! er safnvefur. Þar er búið að taka saman efni sem nýtist til forvarnarvinnu um kynbundið ofbeldi og áreiti á öllum skólastigum.  Efnið kemur víða að en Menntamálastofnun fékk það verkefni að gera málaflokkinn aðgengilegan á einum stað til að auðvelda vinnu með hann.

Efnið á vefnum Stopp ofbeldi! tekur mið af aldri barna en að sjálfsögðu getur mikið af því hentað hinum ýmsu skólastigum. Það er flokkað fyrir börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla, nemendur á miðstigi, unglingadeild og framhaldsskóla.  Bækur sem bent er á er bæði hægt að kaupa hjá bóksölum og fá þær að láni á bókasöfnum.


Tengdar vörur