Þessi vinnubók er ætluð nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla.
Verkefnin henta vel þeim sem eru með annað móðurmál en íslensku eða þurfa að styrkja málvitund sína af öðrum ástæðum. Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í að tengja saman lestur sögubókar og vinnubókar og nota báðar bækurnar samtímis. Í vinnubókinni er athygli nemenda beint að lesskilningi orðaforða og málfræði.