Táknmálsleikir 2 er forrit sem er ætlað heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum á aldrinum 4–7 ára og foreldrum þeirra. Á geisladiskunum eru 5 verkefni fyrir börn og 2 fyrir foreldra. Nánari leiðbeiningar er að finna í notendaleiðbeiningunum "Táknmálsleikir 2 html" sem er á geisladiskunum. Verkefnið er unnið í samvinnu Menntamálastofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.