Tempo

Opna vöru
 • Höfundur
 • Heimir Eyvindarson og Sigríður Sigurðardóttir
 • Myndefni
 • Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 2808
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2021

Vefurinn TEMPO er ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum í 6. til 10. bekk. Hann skiptist upp í fimm þemu:

 • HVERDAGEN
 • MIN LILLE VERDEN
 • KROP OG LIVSTIL
 • NORDEN
 • DEMO

Efnið byggir á svipuðum viðfangsefnum og þeim sem eru í kjarnaefni í dönsku hjá Menntamálastofnun. Áhersla er á færniþættina lesskilning, samskipti, ritun og menningarlæsi.

Hæfni nemenda í færniþáttunum er mismikil, byrjunarreitur ekki sá sami hjá öllum og námshraði mismunandi og því er mikilvægt að nemendur fái efni við hæfi.

Grænu stjörnurnar eiga að gefa til kynna þyngdarstig hvers kafla og miðast við þriggja stiga ramma aðalnámskrár grunnskóla (1.-3. stig):  * 1. stig ** 2. stig *** 3. stig 

Fjölbreytt verkefni eru á vefnum og töluverð áhersla er á notkun tölva eða snjalltækja við lausn þeirra. Greinargóðar leiðbeiningar fylgja hverju og einu forriti sem býður upp á að nemendur og kennarar sjái möguleikana í að nýta þau í námi og kennslu.


Tengdar vörur